Einstök rannsóknaraðstaða á Reykjum. Ljósmynd LbhÍ

Future Arctic Evrópuverkefni innan Landbúnaðarháskólans

Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í stóru Evrópuverkefni, Future Arctic, sem hlotið hefur 700 milljón króna styrk til fjögurra ára. Um er ræða eina stærstu rannsókn á rannsókn á þurrlendisviskerfum sem fer fram á Íslandi í dag. Markmið verkefnisins er að skoða hvernig íslensk graslendi og skógar bregðast við breytingum í loftslagi og loftgæðum.

Einstök rannsóknaraðstaða skólans að Reykjum í Ölfusi er nýtt til þjálfunar 15 doktorsnema í vistfræði, erfðafræði, lífeðlisfræði, verkfræði og tæknifræði. Auk þeirra doktorsnema sem eru innritaðir í LBHÍ eru aðrir innritaðir við aðra háskóla í Austurríki, Belgíu, Danmörku, Eistlandi og á Spáni. Auk þessara háskóla koma sex einkafyrirtæki að þjálfun nemanna, svo sem drónafyrirtækið Svarmi ehf.

Hjá LBHÍ hefur hafið störf doktorsneminn Ruth Phoebe Tchana Wandji. Phoebe eins og hún kallar sig kemur frá Kamerún í Mið-Afríku en áður en hún hóf störf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands var hún við nám í Frakklandi. Hún lauk MSc gráðu frá Agro ParisTech - Montpellier háskóla með áherslu á lífræðilegan fjölbreytileika, vistfræði og þróun.

Rannsóknir mínar hér eru á því hvernig hlýnun hefur áhrif á vaxarferil graslendisgróðurs og aðra lífeðlisfræðilega þætti. Með því að gera mælingar á ýmsum innri vaxtarferlum í gróðrinum sem vex upp við mismunandi hitafar getum við aukið skilning okkar á því hver verða líkleg áhrif af hlýnandi loftslagi framtíðar á íslenska náttúru og náttúru norðurslóða almennt.“ Phoebe er staðsett á Reykjum og hefur þar vinnuaðstöðu og sinnir sínum rannsóknum.

Image

Amir Hadedpour, sem starfar hjá Svarma, sem kemur frá Tabriz í Íran. Amir nam landupplýsingatækni (Geomatics Engineering) við háskólann í Tabriz. Þar vann hann m.a. að verkefni þar sem notast var við flygildi (dróna) til öflunar myndgagna og gerð þrívíðra landmódela. „Áhugi minn á fjarkönnun leiddi mig í meistaranám í fjarkönnunarverkfræði (Remote sensing engineering) og leitaðist ég við að tengja saman gervigreind og fjarkönnun. Meistaraverkefni mitt fjallaði um að greiningu vega og bygginga beint úr gervitunglamyndum með notkun gervigreindar.“ Amir átti að koma hingað og hefja doktorsnám sitt í umhverfisfræðum í byrjun mars á þessu ári, en vegna Covid þá frestaðist það til júníloka eða um 4 mánuði. Hann er nú doktorsnemi við Landbúnaðarháskólann en einnig starfsmaður hjá Svarma ehf.

Image

Doktorsverkefn Amir er um notkun gervigreindar og flygilda við náttúrufarsrannsóknir á Íslandi, eða mælingar á svörun graslendis við hlýnandi aðstæðum (jarðvegshita). Þar mun hann skoða og greina mismunandi breytur er varða gróðurþekju, vaxtarferil og blómgun, jarðveg, upptöku og losun koltvísýrings (CO2) oþh. Notkun þessarar tækni með drónum og gervitunglamyndum er framtíðin í náttúrufarsrannsóknum. Hún er gerð með það fyrir augum að hafa vera eins sjálfvirk og einföld í notkun og ætti nýtast vel fyrir sérfræðinga á sviði landbúnaðar. „Til dæmis væri hægt að sitja á skrifstofu sinni með kaffi í hönd og metið lífmassa (biomass), og greint gróðurþekju á svæðum sem þeir vilja rannsaka án þess að þurfa að fara útur húsi“ segir Amir.

Markmið verkefnis Amir er að búa til kerfi sem hefur greind til að spá til fyrir um hvað mun gerast í umhverfi okkar við hlýnun jarðar og geta þannig brugðist og komið í veg fyrir eyðileggingu af þeim völdum. Unnið er á rannsóknarsvæði ForHot (www.forhot.is) og er Bjarni Diðrik Sigurðsson leiðbeinandi Amir, en hann er einnig með leiðbeinendur við ILVO landbúnaðarrannsóknarstofnunina og Interuniversity Microelectronics Centre (IMEC) í Belgíu, and Ecological and Forestry Applications Research Centre (CREAF) í Barcelona á Spáni.

Einstakar aðstæður til rannsókna urðu til á Reykjum

Ástæða þess að verkefnið er unnið hérlendis er sú að eftir Suðurlandssjálftann í maí árið 2009 röskuðust jarðhitakerfi á um 4 km löngu svæði á Reykjum. Berggrunnur undir áður köldum svæðum tók þá að hitna, bæði undir náttúrulegum graslendum og ræktuðum skógum. Þetta skapaði einstaka náttúrulega tilraun um hvað gerist í náttúrunni í kjölfar hlýnunar.

Árið 2011 hófst forverkefni á svæðinu sem fékk nafnið ForHot. Var það samstarfsverkefni LBHÍ, Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, Náttúrufræðistofnunar, Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Fyrstu niðurstöður þess verkefnis voru kynntar á ráðstefnum erlendis og kviknaði mikill áhugi í kjölfarið.

Í dag eru þátttakendur í þessum rannsóknum á Reykjum alls 51 vísindamaður, sjö nýdoktorar og 22 doktorsnemar og þrír meistaranemar frá 31 stofnunum og háskólum frá 15 löndum, þar af 13 Evrópulöndum. Þetta er því ein allra stærsta náttúrufræðirannsókn sem er í gangi á Íslandi í dag.

Um FutureArtic (2019-2023) Verkefnið mun stórauka þekkingu okkar á íslenskri náttúru og hvernig hún bregst við breytingum í loftslagi og loftgæðum. Það mun jafnframt leiða af sér frekari rannsóknir og þróun á þessu sviði hérlendis. Núna í haust 2020 hóf LBHÍ til dæmis kennslu á nýrri alþjóðlegri meistaranámsbraut sem hlaut styrk frá Norrænu ráðherranefndinni sem nefnist Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum í samstarfi við nokkra norræna samstarfsaðila í ForHot. LBHÍ hyggur á enn frekari uppbygginu á þessu sviði náttúrufræða sem nýtir hina einstöku rannsóknainnviði og mannauð sem skólinn og aðrir íslenskir samstarfsaðilar búa yfir.

Um ForHot (www.forhot.is) Verkefnið hefur verið í gangi síðan árið 2011. Fyrstu niðurstöður verkefnisins birtust árið 2013 í virtum alþjóðlegum vísindaritum eins og Nature Climate Change og Nature Ecology and Evolution. Það leiddi til þess að Evrópusambandið veitti styrk til að greiða laun allra doktorsnemana sem taka þátt í FutureArtic, ferða kostnað þeirra til og frá Íslandi sem og styrk fyrir frekari uppbyggingu rannsóknaraðstöðunnar á Reykjum og rekstur verkefnisins.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image