Fyrrum nemandi LbhÍ hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag

Hjólaleiðir á Íslandi, verkefni unnið af Evu Dís Þórðardóttur úr Háskólanum í Reykjavík og Gísla Rafni Guðmundssyni úr Háskólanum í Lundi, hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag. Gísli Rafn útskrifaðist með BS gráðu af umhverfisskipulagsbraut LbhÍ vorið 2012. Hann stundar nú nám í sjálfbærri borgarhönnun við háskólann í Lundi í Svíþjóð.

Leiðbeinendur Evu Dísar og Gísla Rafns í verkefninu voru þau Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Ólafur Árnason hjá verkfræðistofunni Eflu. 

Verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi gengur út á að meta hjólaleiðir hérlendis út frá kröfum EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og stuðlar að sjálfbærri ferðamennsku. Skráning hjólaleiða á Íslandi á kortið er liður í að vekja athygli á landinu sem viðkomustað fyrir hjólaferðamenn.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðdegis. Fimm verkefni voru tilnefnd til verðlaunanna en markmið þeirra er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. 

Meðfylgjandi mynd var fengin af vef Ríkisútvarpsins. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image