Fyrsti nemandinn sem útskrifast sem stúdent og búfræðingur

Berglind Ýr Ingvarsdóttir er tvítug Borgarnesmær sem nú í vor mun fyrst nemenda útskrifast af sameiginlegri braut Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðibrautar (Bændaskólans) Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Berglind er alin upp í Borgarnesi en hefur aðstoðað í sveit hjá fjölskyldu sinni frá því að hún man eftir sér.

Sameiginleg braut skólanna er þannig uppbyggð að nemandi tekur tvö fyrstu námsárin í Menntaskóla Borgarfjarðar (MB) með áherslu á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raunvísinda. Eftir það koma nemendur í búfræðinámið á Hvanneyri í tvö ár. Nemendur útskrifast með stúdentspróf á búfræðisviði frá MB og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þessi námsleið veitir nemendum góðan undirbúning fyrir háskólanám á sviði almennra náttúruvísinda, búvísinda og dýralækninga. Jafnframt öðlast nemendur þekkingu og færni til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf, ekki síst á sviði rekstrar, bútækni, jarð- og búfjárræktar.

“Sem lítil stelpa var ég mikið í sveitinni hjá ömmu og afa á Þursstöðum og hjá móðursystur minn sem býr á Gilsbakka. Eftir fermingu fór ég í sveit að Sigmundarstöðum í Þverárhlíð, ég hef alltaf sótt mikið í að vera þar og hef oft sagt að þau séu önnur fjölskyldan mín. Ég hef lært mikið af þeim og það má segja að þar hafi ég fengið aukinn áhugi á sauðfé.” Berglind hefur lengi haft áhuga á hestum og landbúnaði og því fannst henni þessi sameiginlega braut vera spennandi kostur og frábært tækifæri til að læra það sem hún hafði áhuga á. Hún hóf nám til stúdents á almennri náttúrufræðibraut en hafi eftir fyrsta árið ákveðið að færa sig á þessa sameiginlegu braut til að geta lært það sem hún hefur áhuga. „Ég hlakkaði mikið til að hefja nám á Hvanneyri, mig langaði að einbeita mér að hestamennskunni en sauðfjárræktin heillar líka. Ég mæli með þessu námi. Það var mjög auðvelt að koma í nám á Hvanneyri, utanumhaldið er mjög gott. Skólinn tekur vel á móti nemendum og aðstaðan hér er mjög góð, sérstaklega fyrir verklegu kennsluna. Krakkarnir í bekknum koma allstaðar að af landinu og maður fær mikla innsýn inn í landbúnað og mismunandi vinnulag.“ Á hverju ári útskrifast um 30 búfræðingar frá búfræðideildinni á Hvanneyri og eins og áður segir koma þau víða að. „Félagslífið er mjög gott hérna og núna þekki ég fólk út um allt land, við erum öll góðir vinir. Skemmtilegar umræður myndast í tímum og ólík sjónarmið koma fram. Við lærum helling hvort af öðru, ekki bara úr bókinni.“ Segir Berglind. 

Berglindi langar að mennta sig frekar og stefnir á reiðkennaranám í Háskólanum á Hólum í framtíðinni. Hún telur búfræðinámið vera góðan grunnur fyrir áframhaldandi nám tengt landbúnaði.  „Þetta nám er fyrir þá sem áhuga á e-ju tengdu landbúnaði, sama hvort það séu hross, jarðrækt eða líffærafræði.“

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image