Fyrstu niðurstöður í gæðaúttekt

Erlend sérfræðinganefnd gerði viðamikla úttekt á starfi LbhÍ í byrjun mars sl., úttektin var hluti af gæðaferli háskóla. Meginniðurstöður eru komnar frá nefndinni en ítarlegri skýrsla mun berast nú í maímánuði. "Í stuttu máli sagt getum við starfsmenn og nemendur LbhÍ verið ákaflega stolt af skólanum okkar. Úttektarnefndin gefur starfi skólans góða einkunn í heild (confidence). Í niðurstöðum nefndarinnar koma einnig fram mjög gagnlegar ábendingar um þætti til úrbóta sem ætti að vera mögulegt að bregðast við þannig að gæði skólastarfsins geti aukist. Í niðurstöðum nefndarinnar eru auk þessa nefnd þrjú atriði (contextual facts) sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar starfsemi skólans er metin og möguleikarnir skoðaðir:
• LbhÍ hefur verið undirfjármagnaður allt frá 2005. Það hefur staðið í vegi fyrir þróun stofnunarinnar og takmarkað möguleika hennar til að innleiða þær ráðleggingar sem fylgdu með viðurkenningum fræðasviða á sínum tíma.
• Landfræðilega dreifð starfsemi LbhÍ rímar vel við hlutverk stofnunarinnar en flækir engu að síður skipulag hennar.
• Smæð stofnunarinnar ásamt háu hlutfalli fjarnema veikir rekstur sumra námslína.
Gæðaúttektin er geysilega verðmætt innlegg í vinnu okkar við m.a. stefnumörkun til næstu ára," sagði Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ í fréttabréfi til starfsmanna LbhÍ.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image