Gestastofa fyrir friðland fugla í Andakíl hlýtur styrk

Í gær var úthlutað styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Landbúnaðarsafn Íslands sótti um styrk til uppbyggingar Gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl og fékk safnið veglegan styrk til þessa verkefnis. Þessi hugmynd er unnin í samvinnu Landbúnaðarsafns og Landbúnaðarháskóla Íslands, og byggir meðal annars á tillögum sem Niall Tierney og Rachel Stroud settu fram í skýrslu til Landbúnaðarháskólans, um hvernig megi haga móttöku gesta sem vilja fræðast um fugla í friðlandinu.

Friðlandið Andakíll er eitt af sex Ramsarsvæðum landsins og hefur því alþjóðlegt vægi fyrir fugla. Í sumar hafa sést á svæðinu 63 tegundir fugla og sýnir það hversu fjölbreytilegt fuglalífið á svæðinu er.

Styrkveiting Uppbyggingarsjóðsins er viðurkenning á þessari hugmynd og staðfesting á að þetta sé verkefni sem á sér hljómgrunn og rétt er að vinna áfram að framgangi þess.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image