Grasrótin beri fræðslu til nýliða-alþjóðaverkefnið Sheepvalue

Tíu þátttaendur á vegum verkefnisins Sheepvalue eru staddir hér á landi á námskeiði hjá Landbúnaðarháskóla Íslands þessa dagana. Þetta eru bændur, ráðgjafa og kennarar í erlendum endurmenntunarstofnum tengdum landbúnaði sem koma frá Litháen, Danmörku og Íslandi. Markmið verkefnisins er að byggja upp e.k. mentor kerfi þar sem aðilar úr grasrót bænda sjá um að bera fræðsluefni áfram til nýliða í stéttinni. Þá er markmiðið jafnfram að kynna bændur fyrir fleiri atvinnutækifærum til að auka möguleika þeirra til að lifa af eigin búskap og starfssemi. Þátttakendur koma frá Litháen, Danmörku og Íslandi. Vonast er eftir að styrkleikar hvers lands og svæðis fái að njóta sín og að hægt sé að yfirfæra þá á milli landanna.

Verkefnið Sheepvalue er byggt á verðlaunaverkefninu Sheepskills en markmið þess var að koma nýrri þekkingu og námsefni til bænda um allt land m.a. með uppsetningu á kennsluvef sem bændur hefði greiðan aðgang að námsefni. Það verkefni hlaut viðurkenningu frá Landsskrifstofu Menntaáætlana ESB og var valið Gæðaverkefni og fyrirmyndarverkefni Leonardo árið 2009 til 2011. Með Sheepvalue verkefninu verður jafnframt gerið út kennsluefni á rafrænu sem og prentuðu formi, en einnig vonast eftir að hægt sé að koma á fót jafningjafræðslu úr grasrótinni.

Á myndinni eru þátttakendur með kennurum og umsjónarmanni verkefnisins.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image