Háskóladagurinn haldinn hátíðlegur og allt háskólanám á Íslandi kynnt

Háskóladagurinn í Reykjavík vel heppnaður

Það var virkilega gaman að geta haldið Háskóladaginn í raunheimum eftir tveggja ára fjarveru. Allir háskólar landsins standa saman að deginum og kynna framboð sitt til háskólanáms í heimaskólum í Reykjavík. Skólarnir komnu saman í gær laugardaginn 4. mars og kynnti Landbúnaðarháskólinn námsframboð sitt á þremur stöðum í gær. 

Landslagsarkitektúr og skipulagsfræði

Í Laugarnesinu hjá Listaháskólanum var hópur nemenda í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum sem stóð vaktina. Þar voru sýnd verk nemenda og námið kynnt. Ráðherra háskólamála og nýsköpunar leit við og var henni boðið að smakka skordýrasnakk og sjá vinnu nemenda ásamt því að hitta fólkið okkar.

Ný prótein og umhverfismál

Í Grósku var stór hópur nemenda af öllum brautum en hjá okkur eru 5 brautir til BS prófs og þrjár á meistarastigi auk þess að boðið er upp á eintaklingmiðað ms nám og doktorsnám en við bjóðum líka starfsmenntanám í búfræði. Allar þessar brautir eiga það sameiginlegt að horfa til sjálfbærni og nýsköpunar sem og að auka áherslu á rannsóknir. Námið okkar er þverfaglegt og fjölbreytt og er góður stökkpallur útí lífið fyrir fólk sem vill vinna að náttúru- og umhvefismálum, hönnun og skipulagi ásamt matvælaframleiðslu og ræktun. Hvað munumum við borða á morgun?, í hvernig umhverfi viljum við búa? og hvernig lifum við í sátt og samlyndi við náttúruna? eru spurningar sem við viljum vinna að svörum við í náminu hjá okkur.

Einnig var vaskur hópur nemenda sem stóð vaktina í HR sem kynnti námsbrautirnar og var virkilega gaman að geta spjalla við ungt og áhugasamt fólk sem stefnir á háskólanám í framtíðinni og kynna fyrir möguleikum okkar. Á Hvanneyri er frábær aðstaða til náms rétt fyrir utan borgarmörkin og verður til skemmtilegt samfélag þar sem nemendur búa í þorpinu og myndast þar tengsl sem endast út lífið.

Háskóladagurinn á Akureyri og meistaranámskynning í Reykjavík

Fimmtudaginn 9. mars verða svo allir háskólarnir á Akureyri og kynna námsframboð sitt og hvetjum við alla til að koma við í húsakynnum Háskólans á Akureyri milli kl 11 og 14. Þar verða nemendur okkar og starfsfólk sem svara spurningum og veita innsýn í námið í LBHÍ. Þá daginn eftir þann 10. mars verðum við svo með kynningu á öllu meistaranámi okkar í Reykjavík, Árleini 22 í Grafarvogi en þar er starfsstöð okkar á Keldnaholti. Við tökum vel á móti ykkur frá 12-13.30.

Við þökkum kærlega fyrir daginn og hvetjum sem flesta til að kynna sér möguleikana hjá okkur og skella sér í háskólanám!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image