Endurmenntunarnámskeið: Heilbrigður jarðvegur, betri uppskera

Endurmenntun LBHÍ í samstarfi við Sölufélag garðyrkjubænda, Bændasamtök Íslands og HortiAdvice standa fyrir námskeiði um heilbrigðan jarðveg þar sem markmiðið er að auka þekkingu þátttakenda á mikilvægi þess að stuðla að heilbrigðum jarðvegi til að ná sem bestri mögulegri uppskeru. Þátttakendur munu öðlast góða þekkingu á því hvernig á að taka jarðvegssýni til að fá upplýsingar um stöðu næringarefna, sýrustigs og sjúkdóma í jarðveginum. Farið verður yfir áhrif rakastigs, næringarefna og sýrustigs í jarðvegi á heilbrigði plantna og uppskeru og þá sérstaklega hvað varðar útiræktun grænmetis. Eins verður farið yfir þær nýjungar sem eru að finna á markaðinum hvað varðar mælingu næringarefna, raka í jarðvegi og mælingu á næringarefnum í plöntum og fá þátttakendur. Verkleg þjálfun verður hluti af námskeiðinu. 

 

Kennari: Fríða Helgadóttir garðyrkjuráðunautur hjá HortiAdvice
Hvar
: Hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 10-15
Skráning: https://endurmenntun.lbhi.is/heilbrigdur-jardvegur/

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image