Í síðustu viku komu tveir félagar okkar frá University of Greenwich í London í heimsókn. Það voru þeir Dr. Benz Kotzen prófessor í landslagsarkitektúr og Dr. Joshua Boateng prófessor í lyfjafræði. Þeir komu til landsins vegna undirbúnings Evrópu-umsóknar, en Ragnheiður rektor þekkir Benz frá COST netsamstarfi um aquaponics, sem hann stýrði og hún var í stjórnendateyminu með honum. Fundir voru haldnir með sérfræðingum LARKsins og samstarfsmöguleikar ræddir. Þá kynnti rektor starfsemi LbhÍ og aðstöðuna á Hvanneyri og Hafdís Jóhannsdóttir sýndi gestunum búin og gömlu torfuna. Í lok dags fór rektor með gestina í skemmtilega ferð um Borgarfjörðinn. Þökkum kærlega fyrir góða heimsókn og hlökkum til samstarfins.
