Hin undirliggjandi verðmæti - Þróun lóðaverðs í Reykjavík 2000-2013

Gunnar Ágústsson ver meistararitgerð sína; Hin undirliggjandi verðmæti - Þróun lóðaverðs í Reykjavík 2000-2013, við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Vörnin fer fram miðvikudaginn 4. júní  kl. 15 í húsakynnum skólans á Keldnaholti. Í lok athafnar verður boðið upp á kaffi. Prófdómari er Sigurður Snævarr hagfræðingur. Leiðbeinendur eru Sigríður Kristjánsdóttir PhD. námsbrautarstjóri meistaranáms í skipulagsfræði við LbhÍ og Lúðvík Elíasson PhD. hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Athöfninni stjórnar Hlynur Óskarssondeildarforseti umhverfisdeildar.

Háskóli Íslands

Í útdrætti segir: Lóðaverð hefur hækkað töluvert síðustu ár og er orðið mikilvægur þáttur í fasteignaverði. Tveir helstu áhrifaþættir lóðaverðs eru staðsetning og skipulagsáætlanir þar sem stærð byggingar er skilgreind ásamt landnotkun. Það er því mikilvægt fyrir þá sem vinna við gerð skipulagsáætlana að gera sér grein fyrir áhrifum ákvarðanna sinna þar sem verðmyndandi þættir skipulags leysa úr læðingi hagræna hvata sem hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn í heild sinni. Lóðaverð hefur lítið sem ekkert verið rannsakað hér á landi og lítið er um aðgengileg gögn um sölu lóða. Því var beitt þeirri nálgun að meta lóðaverð út frá fasteignaverði.

Áhrif staðsetningar á lóðaverð hefur breyst gríðarlega síðustu ár og er orðin lykil þáttur í verðmyndun lóða. Athyglisvert er að sjá hvernig þær miklu breytingar sem urðu á húsnæðismarkaðnum árin 2003 - 2010 hafa breytt landslaginu á fasteigna- og lóðamarkaði. Hækkun fasteignaverðs frá 2010 má að langmestu leyti rekja til hverfa sem liggja miðsvæðis í Reykjavík.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image