Hlutverk háskólanna í grænu umbyltingunni

Hlutverk háskólanna í grænu umbyltingunni

Landbúnaðarháskóli Íslands og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands leiddu saman krafta sína og stóðu fyrir málþingi 21. febrúar síðastliðinn um hlutverk háskólanna í grænu umbreytingunni. Hafdís Hanna Ægisdóttir sá um fundarstjórn og undirstrikaði að háskólastofnanir leiki lykilhlutverk í að leiða þarfar samfélagsbreytingar og hafa því ríkum skyldum að gegna í grænu umbreytingunni.

 

Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og formaður samstarfnefndar háskólastigsins flutti opnunarávarp

 

Jóhanna Gísladóttir lektor við LbhÍ kynningu um U-GREEN sem er evrópskt samstarfsverkefni sem skólinn hefur verið þátttakandi í og snýst um að búa til verkfæri og leiðarvísi til að ýta undir þátttöku menntastofnana á háskólastigi í grænu umbreytingunni.

 

Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og formaður samstarfnefndar háskólastigsins flutti opnunarávarp. Þarnæst flutti Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ og varaformaður Loftslagsráðs erindi um grænu umbreytinguna og í hvaða samhengi hugtakið varð til. Þá hélt Jóhanna Gísladóttir lektor við LbhÍ kynningu um U-GREEN sem er evrópskt samstarfsverkefni sem skólinn hefur verið þátttakandi í og snýst um að búa til verkfæri og leiðarvísi til að ýta undir þátttöku menntastofnana á háskólastigi í grænu umbreytingunni.

Í pallborði að loknum erindum tók Jóhanna þátt ásamt þeim Halldóri Jónssyni sviðsstjóra vísinda- og nýsköpunarsviðs HÍ, Brynhildi Bjarnadóttur dósent við Háskólann á Akureyri og Dagmar Óladóttur, varaforseta Stúdentaráðs HÍ sem fulltrúi nemenda.

Miklar og góðar umræður fóru fram um hvert hlutverk háskólanna væru í grænu umbreytingunni, hvernig háskólar gætu sinnt sínu samfélagslega hlutverki til að fræða almenning utan háskólasamfélagsins um málefnið, og hvernig hægt væri að tryggja fjármögnun í slík verkefni. Að lokum var rætt hvaða leiðir væri hægt að fara til að styðja við menntun í sjálfbærni til bæði starfsfólks og nemenda í háskólasamfélaginu. Ljóst er að verkefnið framundan er ærið og það kallar á nánara samtal og samstarf milli íslenskra háskóla.

 

Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ og varaformaður Loftslagsráðs erindi um grænu umbreytinguna og í hvaða samhengi hugtakið varð til
Að loknum erindum voru pallborðsumræður og fóru fram miklar og góðar umræður um hlutverk háskólanna í grænu umbreytingunni.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image