Icelandic Agricultural and Environmental Sciences (ias.is)

Titill tímaritsins  Icelandic Agricultural Sciences hefur nú frá og með árgangi 38, 2025 verið breytt í Icelandic Agricultural and Environmenal Sciences.

Tímaritið er á ensku, ókeypis, með opnum aðgangi og er ritrýnt og dreift á alþjóðavettvangi. Það birtir frumsamdar vísindagreinar og yfirlitsgreinar um alla þætti hagnýtra lífvísinda sem skipta máli við aðstæður á norðlægum slóðum.

Stefna ritsins er að fjalla um umhverfisrannsóknir, landbúnað, ræktun og sjúkdóma plantna og dýra, veiðar og þar með taldar fiskveiðar, matvælafræði, skógrækt, jarðvegsvernd, vistfræði og auðlindanýting, jarðvarmavistfræði o.s.frv.

Frá árinu 2009 hefur tímaritið verið skráð sem ISI tímarit í Thomson gagnagrunninum, nú Clarivate. Það þýðir að allar greinar sem birtar eru frá og með árgangi 22, 2009 eru skráðar í ISI Web of Science. Það er einnig skráð í CAB Abstracts, BIOSIS, SCOPUS og CrossRef gagnagrunnana auk Google-Scholar.

Icelandic Agricultural and Environmenal Sciences er gefið út í samstarfi eftirfarandi háskóla og rannsóknastofnana á Íslandi:

Landbúnaðarháskóli Íslands 

Hafrannsóknastofnun 

Keldur, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði 

Land og skógur Ísland 

Matis – Íslensk matvæli og líftækni R&D 

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins 

 

Aðalritstjóri er Björn Þorsteinsson (LbhÍ) og meðritstjórar Bjarni D. Sigurðsson (LbhÍ)  og Sigurður Ingvarsson (HÍ)

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image