Jafnréttisdagar 2016

Næsta vika er tileinkuð jafnrétti hjá öllum háskólum landsins. Landbúnaðaháskólinn tekur þátt og er þema ársins í ár ljósið. Að því tilefni verður Hvanneyrarkirkja lýst upp með smá athöfn sunnudagskvöldið 9. október kl 21.00. Þar verður einnig í boði jafnréttiskakó og eru allir velkomnir. Innan veggja skólans verða gjörningar víða um hús þar sem ljósið spilar stóran þátt.

Fyrir framan mötuneytið verða plaggöt með ýmsum tölulegum staðreyndum sem snúa að jafnrétti sem jafnréttisráð og nemendafélagið tóku saman. Plaggötin munu hanga uppi nemendum og starfsfólki til upplýsinga næstu vikur.

Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínísma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun. Áhersla er lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um normið – hið „eðlilega“ – og hið undirskipaða undir smásjána.

Jafnréttisráðið óskar ykkur gleðilegrar jafnréttisviku.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image