Jóhanna Gísladóttir ræðir Peatland LIFEline verkefnið í Samfélaginu á Rás 1

Jóhanna Gísladóttir, lektor við LBHÍ, mætti í viðtal í þáttinn Samfélagið á Rás 1 til að segja nánar frá Peatland LIFEline verkefninu. Hún fór yfir markmið þess og hvernig Landbúnaðarháskólinn mun leiða þá vinnu sem fram undan er við að endurheimta þessi mikilvægu vistkerfi og tryggja framtíð líffræðilegs fjölbreytileika.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Verkefnið Peatland Lifeline hefur formlega hafið göngu sína, en það snýr að endurheimt votlendis og er ætlað að styðja við líffræðilegan fjölbreytileika hér á landi. Um er að ræða eitt umfangsmesta verkefni sem Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) hefur stýrt, en verkefnið er styrkt af alþjóðlega LIFE sjóðnum.

Peatland Lifeline er metnaðarfullt framtak sem tekur á mikilvægu umhverfismáli. Votlendi gegnir lykilhlutverki í kolefnisbindingu og er auk þess heimili fjölmargra tegunda, en stór hluti þess hefur farið forgörðum vegna framfærslu. Verkefnið miðar að því að snúa þessari þróun við.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image