James Einar Becker hefur verið ráðinn í tímabundna stöðu kynningarstjóra við Landbúnaðarháskóla Íslands, LBHÍ. James Einar er með BS próf í margmiðlun, vefhönnun og stafrænum miðlum og mun síðar á árinu ljúka MBA námi í markaðsfræðum. James Einar hefur lengst af starfað sem markaðsstjóri við háskólann á Bifröst eða frá árinu 2019-2025. James Einar mun hefja störf í ágúst og verður staðsettur á Hvanneyri.
„Það er virkilega hvetjandi að fá það hlutverk í hendurnar að vinna að enn frekari vöxt þessarar rótgrónu og virtu menntastofnunar. Ég er einstaklega spenntur fyrir því að leggja mitt að mörkum við koma LBHÍ og öllum þeim spennandi verkefnum sem þar eiga sér stað á framfæri,“ segir James Einar.
Við bjóðum James Einar innilega velkominn til starfa!