Frá aðalfundi Samtaka þörungafélaga

Frá aðalfundi Samtaka þörungafélaga | Mynd Þormóður Dagsson, Matís ohf.

Landbúnaðarháskólinn áfram í stjórn Samtaka þörungafélaga

Aðalfundur Samtaka þörungafélaga var haldinn í gær í húsakynnum Matís að Vínlandsleið 12. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur verið meðlimur í samtökunum frá stofnun þeirra og hefur sömuleiðis átt sæti í stjórn undanfarin misseri. Að þessu sinni kom Steinar B. Aðalbjörnsson, verkefnastjóri á skrifstofu rektors inn í stjórn og Áshildur Bragadóttir, endurmenntunar- og nýsköpunarstjóri fór út. Áshildur hefur setið í stjórn allt frá formlegri stofnun samtakanna og þökkum við henni kærlega fyrir hennar framlag.

Um Samtök þörungafélaga
Tilgangur samtakanna er þekkingarmiðlun og að gæta hagsmuna aðila félagsins, sem stunda ræktun, sjálfbæra öflun, rannsóknir, vinnslu, vöruþróun, fræðslu, nýsköpun og sölu afurða tengda þörungum á Íslandi.

Aðild að samtökunum geta átt fyrirtæki og stofnanir með starfsemi sem fellur að tilgangi félagsins. Einnig geta einstaklingar sótt um aðild. Einstaklingsaðild er gjaldfrjáls, en veitir ekki atkvæðarétt í málefnum félagsins.

Heimasíða samtakanna: https://www.algaeiceland.is/

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image