Hluti starfsmanna með viðurkenningu um lúkningu fimmta græna skrefsins hjá LBHÍ

Landbúnaðarháskólinn komin með fimm skref

Í febrúar 2023 kláraði Landbúnaðarháskólinn úttekt hjá Umhverfisstofnun á fimmta og síðasta skrefi Grænna skrefa í ríkisrekstri.

Fyrstu tvö skrefin náðust í mars 2022 og næstu tvö í desember 2022, sem þýðir að mikill gangur hefur verið í þessari vinnu meðal starfsmanna. Samkvæmt loftlagsstefnu Landbúnaðarháskólans vill stofnunin vera til fyrirmyndar í umhverfisvænum búrekstri, umhverfis- og náttúruverndarmálum og hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi í rekstri, stjórnun, starfsemi og uppbyggingu. Þá er lögð áhersla á að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi skólans.

Samkvæmt græna bókhaldinu sem skilað er inn til Umhverfisstofnunar ár hvert hefur háskólinn náð miklum árangri í úrgangsmálum, en flokkun hefur aukist ásamt því að blandaður úrgangur hefur minnkað mikið. Einnig hefur orðið mikill samdráttur í losun frá akstri. Þá mælist einnig mun minni matarsóun í mötuneyti skólans milli ára. Að lokum má nefna að bú skólans skiluðu inn 15 tonnum af heyrúlluplasti í innlenda endurvinnslu á síðasta ári.

Landbúnaðarháskólinn er um margt einstök opinber stofnun þar sem fer fram umfangsmikil starfsemi tengd landbúnaði, landnotkun, ræktun og búfjárhaldi í samhengi við rannsóknir, nám og kennslu. Sú jákvæða þróun sem náðst hefur á stuttum tíma er vonandi innblástur fyrir aðra, en starfsmenn Landbúnaðarháskólans halda ótrauðir áfram á sömu braut.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image