Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu - Málþing 7. mars 2024 kl 10-15 á Hvanneyri

Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Matís, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla/Beint frá býli og Samtök fyrirtækja í landbúnaði stendur að málþingi sem haldið verður fimmtudaginn 7. mars kl. 10-15 á Hvanneyri.

Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu

Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Matís, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla/Beint frá býli og Samtök fyrirtækja í landbúnaði stendur að málþingi sem haldið verður fimmtudaginn 7. mars kl. 10-15 á Hvanneyri.

 

Haldin verða fjölbreytt erindi og að þeim loknum verða pallborðsumræður þar sem erindin verða rædd og spurt verður hvar þörf er á að ýta við málum til að landbúnaður geti verið arðsöm atvinnugrein sem sóst er eftir að starfa í.

 

Íslenskur landbúnaður er ein af undirstöðuatvinnugreinum íslensks samfélags og íslensk matvælaframleiðsla ein af grunnstoðum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfstætt samfélag til framtíðar. Mikilvægt er að standa vörð um íslenskan landbúnað til framtíðar til að tryggja fæðu- og matvælaöryggi og um leið er ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í íslenskum landbúnaði. Með málþinginu viljum við ná saman helstu hagaðilum í landbúnaði hér á landi til að ræða stöðu íslensks landbúnaðar í dag, tækifærin sem víða blasa við og hvernig við getum nýtt þau sem best, íslensku samfélagi til framþróunar.

 
Kveikjan að málþinginu var samtal mitt við fulltrúa afurðastöðvar um stöðuna í landbúnaði. Við vorum sammála um að auka mætti samstarf aðila, huga þyrfti í auknum mæli að allri virðiskeðjunni og skapa aukin verðmæti úr þeim úrvals hráefnum sem íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða. Það er von okkar að málþingið og annað samtal sem á sér stað innan greinarinnar leiði okkur að farsælum lausnum sem styrkir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu til framtíðar, segir Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
 
 

Dagskrá:

10.00 - 10.10
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor LbhÍ opnar málþingið
10.10 - 10.35
Rætur framtíðar. Framþróun hefðbundinnar matvælaframleiðslu - Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði
10.35 – 11.00
Framtíð ráðunautarins – Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins
11.00 - 11.30
Má læra eitthvað af sjávarútveginum? – Guðmundur Stefánsson sviðsstjóri hjá Matís
11.30 - 12.00
Skipta rannsóknir í landbúnaði máli? - Erla Sturludóttir deildarforseti ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
12.00 – 12.50 Hádegishlé
12.50 - 13.15
Framtíðarvagninn - Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands
13.15 – 13.40
Hver verða skrefin til framtíðar? - Steinþór Logi Arnarson formaður Samtaka Ungra bænda
13.40 - 14.00
Báknið: Áhrif blýhúðunar regluverks á smáframleiðendur - Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli
14.00 - 15.00
Kaffi og umræður í hópum/borðaumræður
--------
15.00 – 18.00 Matarmarkaður Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli á 1. Hæð í Ásgarði
 
Það er einlæg ósk aðila sem standa að málþinginu að þátttaka verði góð og að sem flest sem málið varða komi og ræði saman. Málþinginu verður einnig streymt en við hvetjum fólk til að mæta á Hvanneyri og standa saman að eflingu landslagsins í landbúnaði og matvælaframleiðslu. 
 
 
 
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image