Baugur Bjólfs, samkeppnistillaga um útsýnispall sem Anna vann í samstarfi við Arkibygg arkitektar, ESJA architecture, exa nordic og Kjartan Mogensen landslagsarkitekt

Baugur Bjólfs, samkeppnistillaga um útsýnispall sem Anna vann í samstarfi við Arkibygg arkitektar, ESJA architecture, exa nordic og Kjartan Mogensen landslagsarkitekt

Landslagsarkitektúr sameinar áhuga minn um náttúruna og hið byggða umhverfi og gefur fagið mér verkfæri til að skapa sviðsmynd fyrir daglegt líf fólks

Anna Kristín Guðmundsóttir er úr Reykjavík en starfar í dag sem landslagsarkitekt hjá Teiknistofu Norðurlands á Akureyri þar sem hún kemur að fjölbreyttum hönnunar- og skipulagsverkefnum.

Dæmi um verkefni sem Anna hefur komið að síðustu ár eru hönnun leikskólalóða og torgsvæða, skipulag kirkjugarða, miðsvæða og íbúðarbyggða. Síðasta árið hefur Anna tekið þátt í samkeppnum með þverfaglegu hönnunarteymi og átt vinningstillögur fyrir útsýnispall á Seyðisfirði og vistvænni íbúðarbyggð á Veðurstofureit í Reykjavík.

„Ég flutti á Hvanneyri haustið 2013 og hóf nám mitt í landslagsarkitektúr sem er ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið. Frá því ég var lítil hef ég alltaf haft mikinn áhuga á arkitektúr og pælt mikið í umhverfi mínu. Landslagsarkitektúr sameinar áhuga minn um náttúruna og hið byggða umhverfi og gefur fagið mér verkfæri til að skapa sviðsmynd fyrir daglegt líf fólks. Í hönnunarvinnu sæki ég mikið í minningar úr æsku til dæmis þar sem ég var sem barn að vaða í tjörninni, leika uppí móa, hjóla í gegnum skóginn eða labba í hverfinu mínu. Allt það sem er úti er leikvöllurinn okkar, það er vettvangur og sviðsmynd fyrir lífið okkar og upplifanir. Því skiptir mig miklu máli að hanna aðgengilegt og skemmtilegt umhverfi fyrir alla aldurshópa, svo allir geti farið út að leika.“

Leðjubolti á vegum Nemendafélags LBHÍ
Leðjubolti er árviss viðburður á vegum Nemendafélagsins á nýnemadögum.

„Á Hvanneyri fékk ég tækifæri til að blómstra í námi og félagslífi. Skólinn er persónulegur og aðstaðan á vinnusal frábær en þar eyddi ég góðum tíma með bekkjarsystkinum mínum að vinna að krefjandi og skemmtilegum verkefnum. Nærumhverfi skólans er stórkostlegt og það að geta farið í göngutúr út í náttúrunni til að brjóta upp verkefnavinnuna var svo nærandi. Félagslífið á Hvanneyri er stórskemmtilegt en ég var mjög virk í nemendafélaginu, var skemmtanastjóri og tók þátt í að skipuleggja viðburði sem var frábær reynsla. Uppáhalds viðburðirnir mínir voru árshátíðin og leðjuboltinn, glamúr og drulla! Ég hugsa hlýtt til námsáranna minna og þeirra ógleymanlegu minninga sem ég á frá Hvanneyri. Ég mæli af öllu hjarta með námi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands.“

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image