Langtímaáhrif tilbúins áburðar og kúamykju á jarðveg og gróðurframvindu á snauðum sandjarðvegi

Nýlega kom út rit um langtímaáhrif tilbúins áburðar og kúamykju á jarðveg og gróðurframvindu á snauðum sandjarðvegi (Rit LbhÍ nr. 164) eftir Guðna Þorvaldsson, Hólmgeir Björnsson og Þorstein Guðmundsson.

Árið 1974 var lögð út tilraun á Geitasandi á Rangárvöllum með misstórum skömmtum af kúamykju og tilbúnum áburði. Fjörtíu árum síðar voru reitirnir gróðurgreindir og jarðvegssýni tekin í tveimur dýptum og efnagreind. Margt áhugavert kom út úr þessari tilraun, t.d. var mikill munur á gróðurfari reitanna eftir því hvaða áburð þeir höfðu fengið 40 árum áður. Hið sama má segja um efnainnihald jarðvegsins.

Ritið er hægt að nálgast sem Pdf skjal hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image