Lektor í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands

Laus staða lektors í skógfræði

Lektor í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands

 

Laust er til umsóknar starf lektors í skógfræði við deild Náttúru og skóga hjá Landbúnaðarháskóla Íslands með áherslu á ræktun og nýtingu skóga og tengingu við sjálfbæra landnýtingu. Viðkomandi er ætlað að styrkja núverandi starf deildar á sviði rannsókna, kennslu og þjónustu við samfélagið.  Hlutverk deildarinnar er að byggja brú á milli náttúru og samfélags með rannsóknum, kennslu, þjálfun og ráðgjöf á sviði sjálfbærrar landnýtingar og endurheimtar vistkerfa.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

 • Uppbygging alþjóðlega viðurkenndra rannsókna á sviði skógfræði 
 • Birting ritrýndra vísindagreina, öflun rannsóknarstyrkja og virk þátttaka í alþjóðlegu og innlendu samstarfi
 • Kennsla og þróun námskeiða á grunn- og framhaldsstigi 
 • Leiðbeining nemenda í rannsóknarverkefnum 
 • Virk þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan skólans 

 

Hæfniskröfur

 

 • Doktorspróf í skógfræði eða skyldum greinum
 • Reynsla af rannsóknum og þróun sem tengjast nýskógrækt, sjálfbærri nýtingu skóga eða loftslagsáhrifum.
 • Reynsla af kennslu og áhugi til fjölbreyttrar þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu
 • Reynsla af þátttöku í rannsóknarverkefnum og öflun rannsóknarstyrkja
 • Umsækjandi hafi birt rannsóknir sínar á viðurkenndum alþjóðlegum vettvangi og hafi skýra framtíðarsýn á rannsóknum og þróun fræðasviðsins
 • Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum 
 • Íslenskukunnátta er æskileg

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023

Nánari upplýsingar veitir

Bjarni Diðrik Sigurðsson, deildarforseti Náttúru og skóga - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 433 5000
Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 433 5000

Smelltu hér til að sækja um starfið

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image