Loftslagsbreytingar opna ný tækifæri: Jaðarsvæði í Norður-Evrópa stefnir á hafraræktun

Loftslagsbreytingar eru að kalla fram nýtt landbúnaðarlandslag á norðlægum jaðarsvæðum Evrópu. Vísindamenn sjá nú ný tækifæri til að rækta hafra á svæðum sem áður þóttu of köld og óhagstæð, þar á meðal á norðurslóðum.

Íslensk forysta í OatFrontiers

Þessar nýju horfur eru kjarninn í alþjóðlega verkefninu OatFrontiers, þar sem vísindamenn frá fimm norrænum löndum, þar á meðal Íslandi, vinna saman að rannsóknum. Hugmyndin að verkefninu kom upp í Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), sem er í lykilstöðu við rannsóknarvinnuna. Verkefnisstaðirnir fengu nýverið heimsókn frá fréttastofu Euronews, sem fjallaði um rannsóknirnar. Horfa á innslag.

Innan ramma verkefnisins eru nú prófuð 400 afbrigði af höfrum til að finna út hvaða tegundir henta best hinu breytta norðurslóðaloftslagi. Markmið rannsakenda er skýrt: að aðlaga hafrana að miklum kulda, snjó, vindi, rigningu og þurrkum.

Helga Rún Jóhannesdóttir rannsóknamaður við LbhÍ hefur bent á að hafrar séu seig planta sem geti gefið góða uppskeru jafnvel við erfiðar aðstæður.

„Þegar fræin hafa verið hreinsuð vitum við heildaruppskeruna og getum reiknað út hversu mörg tonn á hektara við höfum safnað og hversu mikið hvert gen, hver hafrategund, getur gefið alls. Hafrar eru mjög seig planta.“ Segir Helga Rún.

Hrannar Smári Hilmarsson, yfirmaður OatFrontiers á Íslandi, segir verkefnið snúast um að aðlaga uppskeruna að þessum nýju loftslagsmörkum.

„Við viljum sjá hvernig hafrar bregðast við í miklum ytri aðstæðum sem geta verið mjög kaldar, snjóþungar, mjög vindasamar, og jafnvel með tímabilum af rigningu og þurrki. Við viljum rannsaka þessar aðstæður og aðlaga hafra að þessum nýjustu mörkum.“ Segir Hrannar Smári.

Verkefnið í framkvæmd

Örn Karlsson bóndi á bænum Sandhól á Suðurlandi tekur þátt í rannsóknum og ræktar nú sænskt hafraafbrigði. Hann staðfestir að hafrar þurfi að minnsta kosti 110 daga með hærra hitastigi en 10 gráður til að þroskast. Þótt uppskeran á norðurslóðum sé væntanlega minni en í hlýrri löndum, er áhersla lögð á að framleiðslan standi út fyrir að vera vistvæn og lífræn.

Heildarfjárhagsáætlun verkefnisins nemur 1,6 milljónum evra, en stærstur hluti styrksins kemur frá Samheldnistefnu ESB (European Cohesion Policy).

Vísindamenn vonast til að niðurstöður verkefnisins, sem væntanlegar eru í lok 2026, svari því hvort hægt sé að þróa eina algilda hafrategund sem henti allri Norður-Evrópu, eða hvort þurfi sérlausnir fyrir hvert svæði.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image