Ráðuneytin heimsækja Hvanneryrarfjós

Við heimsókn í Hvanneyrarfjós þar sem byrjað er að mæla metanlosun nautgripa. F.v. Salome Hallfreðsdóttir, Þóroddur Sveinsson, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Vanda Hellsing, Egill Gunnarsson, Jóhannes Kristjánsson, Björn Ólafsson, Halla Sigurðardóttir.

Mælingar á losun metans frá nautgripum

Metanlosun íslenskra búfjártegunda hefur verið áætluð í losunarbókhaldi Íslands til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins. Út frá þeim útreikningum er talið að meðal íslensk mjólkurkýr losi um 94 kg af metangasi á ári sem gerir 2,4 tonn í CO2 ígildum. Þessar áætlanir byggja á stöðluðum aðferðum IPCC og taka ekki tillit til sérstakra landfræðilegra aðstæðna (ANR, 2020). Því er um að ræða almenna staðla sem gefa ekki nákvæma mynd af losun íslenskra nautgripa.

Landbúnaðarháskóli Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytið gerðu með sér samning sem tryggðu kaup og upp- setning á Greenfeed metanmælingarbúnaði sem mælir metanlosun frá búfé. GreenFeed búnaðurinn samanstendur af fóðurtrogi, staðsetningarskynjurum, kjarnfóðurskammtara, loftdælubúnaði og gasmælum. Kjarnfóður er notað til að lokka gripi í fóðurtrogið og á meðan þeir éta fóðrið er loft frá fóðurtroginu dregið að gasmælunum. Á þann hátt er hægt að mæla metan og koltvísýring frá andardrætti kúnna. Tækið skynjar staðsetningu gripsins í troginu sem eykur nákvæmni mælingana. Hver mæling tekur stuttan tíma (3-7 mín) en þær eru framkvæmdar nokkrum sinnum á dag yfir nokkurra vikna tímabil. Tækið er færanlegt og hægt að nota það við ýmsar aðstæður. Markmið rannsóknarinnar er að fá beinar mælingar yfir losun metans og koltvísýrings frá iðragerjun íslenskra nautgripa. Básinn er færanlegur og er gert ráð fyrir að tilraunin fari einnig fram á tveim öðrum búum.

Á dögunum fengum við góða heimsókn frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti ásamt Matvælaráðuneyti þar sem fundað var saman um þau verkefni sem í gangi eru innan ráðuneytanna er snúa að landbúnaði, umhverfis og loftslagsmálum og hjá Landbúnaðarháskólanum. Eftir fund var metanmælingarbásinn skoðaður en byrja er að safna gögnum og eru kýrnar mjög duglegar að fara í básinn og sem hjálpar til við gagnaöflun.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image