Málþing um kartöfluna í Húsinu á Eyrarbakka á laugardaginn

Laugardaginn 14. september klukkan 14 – 16 verður efnt til málþings um kartöfluna í Húsinu á Eyrarbakka. Erfðanefnd landbúnaðarins og Byggðasafn Árnesinga standa fyrir málþinginu. Dagur kartöflunnar er haldinn til að minna á mikilvægi þess að viðhalda ræktun hennar og eins til að sýna þann breytileika sem finnst í kartöfluyrkjum hér á landi. Flutt verða fróðleg erindi um norrænt samstarf og varðveislu erfðaauðlinda, áhrif kartöflunnar á þéttbýlismyndun á Íslandi og nýtingu kartöflunnar.
Tekið verður upp úr kartöflugarði byggðasafnsins og gestum gefst kostur á að sjá mismunandi kartöfluyrki.
Samkeppni um besta kartöfluréttinn: Allir geta tekið þátt og komið með sýnishorn af kartöflurétti. Dómnefnd velur besta réttinn. Vegleg verðlaun.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangur ókeypis.
Dagskrá:

14:00-14:15
Áslaug Helgadóttir - Norrænt samstarf
14:20-14:40
Hildur Hákonardóttir - Áhrif kartöflunnar á þéttbýlismyndun á Íslandi
14:45-15:05
Brynhildur Bergþórsdóttir - Nýting kartöflunnar
15:15-16:00
Tekið upp úr kartöflugarðinum og úrslit í kartöfluréttarkeppni kynnt

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image