MariPet Erasmus+ verkefnisfundur á Íslandi

Hópurinn heimsótti Brim þar tók Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála á móti hópnum ásamt Torfa Þorsteinssyni, forstöðumanni samfélagstengsla. Þar fékk hópurinn kynningu á sjálfbærnivegferð fyrirtækisins, þróunar á kolefnisspori afurða.

MariPet Erasmus+ verkefnisfundur á Íslandi

Fulltrúar MariPet verkefnisins sem styrkt er af Erasmus+ hélt verkefnisfund á Keldnaholti í vikunni með gestum frá fimm háskólum í Tyrklandi, Króatíu, Litáen og Noregi, en Rúna Þrastardóttir og Jóhanna Gísladóttir eru fulltrúar Landbúnaðarháskólans í verkefninu. Það snýst um að útbúa hagnýtt námsefni fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna gæludýrafóður úr hráefni í fiskiðnaði sem annars færi til spillis, en Endurmenntun LbhÍ hefur einnig komið að verkefninu. 

Hópurinn að loknum fundi á Keldnaholti, starfsstöð LBHÍ í Reykjavík.
 
Á meðan á heimsókninni stóð fór hópurinn í heimsóknir til bæði Lýsis og Brim og fékk að kynnast framleiðsluferlum og nýsköpun í fullnýtingu hráefnis í sjávarútvegi, en þar höfum við Íslendingar mikla þekkingu til að miðla. Hjá Lýsi tók Eiríkur Kristinsson, aðstoðarverksmiðjustjóri, á móti hópnum og sagði frá starfsemi fyrirtækisins varðandi nýtingu hráefnis þar sem fyrirtækinu hefur tekist að þróa og búa til verðmætar vörur úr hliðarafurðum. Hjá Brim tók Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála á móti hópnum ásamt Torfa Þorsteinssyni, forstöðumanni samfélagstengsla. Þar fékk hópurinn kynningu á sjálfbærnivegferð fyrirtækisins, þróunar á kolefnisspori afurða og áhugaverðar umræður spunnust um flokkunareglugerð ESB í heimsókninni.
 
Þá sótti aðstoðarrektor Vytautas Magnus University í Litáen fundinn og átti fund með Ragnheiði Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskólans, um frekara samstarf á sviði lífvísindarannsókna.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image