Meistarafyrirlestur: Ferðavenjur skólabarna í Reykjavík - Áhrif hins byggða umhverfis á val ferðamáta

Mánudaginn 26. maí ver Íris Stefánsdóttir meistararitgerð sína við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Vörnin fer fram kl. 15 í húsakynnum skólans á Keldnaholti. Í lok athafnar verður boðið upp á kaffi. Prófdómari er Þorsteinn Þorsteinsson aðjúnkt í vegagerð og samgöngufræðum við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ. Leiðbeinendur eru Sigríður Kristjánsdóttir lektor LbhÍ og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir byggingarverkfræðingur hjá EFLA. Athöfninni stjórnar Hlynur Óskarsson deildarforseti umhverfisdeildar.

Háskóli Íslands

Í útdrætti segir: Hvaða þættir í hinu byggða umhverfi skyldu hafa áhrif á það með hvaða hætti börn fara í skólann? Er fylgni milli þessara þátta og ferðavenja skólabarna? Markmið verkefnisins var að fá betri innsýn í val á ferðamáta skólabarna út frá umhverfis- og skipulagslegum forsendum. Skólahverfi voru valin til athugunar út frá niðurstöðum ferðavenjukönnunar í grunnskólum Reykjavíkur sem fór fram veturinn 2009-2010. Munur var á ferðamáta nemenda milli hverfa. Í sumum hverfum hjólaði eða gekk yfirgnæfandi meirihluti nemenda í skólann en annars staðar var tíðnin lægri. Athugað var hvort þessi munur milli hverfa gæti með einhverjum hætti tengst aðgengi, hversu berskjaldaðir gangandi og hjólandi vegfarendur eru fyrir hraðri bílaumferð og hversu margar götur þeir þurfa að þvera á leiðinni í skólann. Mest fylgni mældist milli virkra ferðamáta nemenda og hversu stórt hlutfall heimila þarf að fara yfir hraða umferðagötu á leiðinni í skólann. Við samanburð á hverfunum kom einnig í ljós að þar sem gott aðgengi bíla var að skólalóðinni var nemendum í meiri mæli ekið í skólann. Hið gagnstæða er uppá teningnum í hinum hverfunum þar sem virkir ferðamátar eru algengari.

Til að stuðla að því að nemendur komi með virkum hætti til skóla er mikilvægt að hann sé staðsettur með þeim hætti að stutt sé í allar áttir og flestir komist gangandi frá heimili sínu í skólann á innan við 10 mínútum. Í eldri skólahverfum, þar sem vegalengdir eru meiri, væri hægt að virkja nemendur í virkum ferðamáta með því að hvetja til hjólreiða, þar sem hægt er að komast lengra hjólandi á 10 mínútum en gangandi.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image