Meistaravörn: Gunnar Reynisson

Miðvikudaginn 28. júní ver Gunnar Reynisson meistararitgerð sína, „Analysis of movement in tölt and pace in the Icelandic horse“ [Hreyfigreiningar á tölti og skeiði í íslenska hestinum]. Þetta er meistaraverkefni í hestafræði frá Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinendur eru Dr. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþyngs ytra, og Dr. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar. Prófdómari er Dr. Sveinn Ragnarsson, deildarsjóri hestafræðideildar Hólaskóla. Gunnar starfar sem kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands og sjálfstætt starfandi reiðkennari.

Athöfnin hefst kl. 20:00 og mun fara fram í félagsheimili Skugga í Borgarnesi. Allir eru velkomnir, tilvalið fyrir gesti Fjórðungsmótsins í Borgarnesi að koma og hlýða á erindið.

Samantekt

Íslenski hesturinn er ganghestakyn og býr yfir tölti og skeiði ásamt grunngangtegundunum feti, brokki og stökki. Tölt og skeið eru mjög líkar gangtegundir og ekki alltaf auðvelt að greina á milli þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla þær breytur sem helst einkenna þessar tvær gangtegundir og bera saman úrvals hross og lakari hross á tölti og skeiði. Einnig var markmið að bera saman huglægt mat á helstu eiginleikum gangtegundanna og mældum breytum. Allir hestar voru mældir með háhraðamyndavél og hreyfinemum. Samtímis var hver ferð dæmd af tveimur kynbótadómurum samkvæmt reglum um kynbótadóma, auk þess sem þeir gáfu einkunnir fyrir ákveðna þætti gangtegundarinnar sérstaklega. Gögn um hraða, niðursetningu og upptöku fóta voru greind út frá vídeó upptökum í tölvu og eiginleikar eins og hraði, taktur, skreflengd, skreftíðni, svif, hlutfall stöðutíma fram og afturfóta voru mældir og bornir saman við huglægt mat.

Niðurstöður benda til þess að skilgreining á tölti sé nokkuð skýr og að íslenski hesturinn geti tölt í hreinum fjórtakti á breiðu hraðabili. Huglæga matið var í góðu samræmi við mælingar og niðurstöður benda til að dómarar geti í flestum tilvikum metið takt á tölti nokkuð áreiðanlega, þó svo að bæta mætti nákvæmni. Niðurstöður fyrir skeið benda til þess að það sé misræmi milli skilgreiningu gangtegundarinnar og mældra og metinna breyta fyrir takt og svif. Einnig benda niðurstöður til þess að huglægt sjónmat á takti og svifi á skeiði sé takmarkað og bæta þurfi bæði skilgreiningu á þessum þáttum og nákvæmni við dóma.

Summary

The Icelandic horse is a gaited horse breed and in addition to walk, trot and gallop it has the ability to tölt and pace. These two gaits are from a biomechanical standpoint very similar and it is therefore not always easy to distinguish between them. The aim of this thesis was to objectively measure the major spatial and temporal variables that characterize the gaits tölt and pace. High quality horses were compared to low quality horses in tölt and pace and objective measurements of these gaits were compared to subjective assessments of judges. Simultaneous kinematic analysis and a subjective evaluation was carried out for pace and various speeds in tölt. Each horse was judged by two international certified judges and data was obtained with a high speed video camera and movement sensors. Footfall events were then determined and noted from the video footage. Attributes such as beat, stride length, stride frequency, speed, stance phases and suspension were analyzed and compared to subjectively scored data.

The results suggest that definition of tölt is clear and the Icelandic horse can tölt with a clear four beat at various speeds and according to the evaluation the judges can in most cases correctly evaluate the beat, but the accuracy could be improved. The results regarding pace suggest that there are some inconsistencies between the description of the gait and the objectively and subjectively attained results for beat and suspension. It also seems that the subjective evaluation of the beat and suspension has its limitations.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image