Meistaravörn í Umhverfisvísindum - Lorenzo Rocchi

Fjöldagreining á hnýðingum í Skjálfandaflóa og tengsl við þorsksafla og sveiflur í sjávarhita.

Meistaravörnin fer fram mánudaginn 16. desember 2025 kl. 13:10 í Geitaskarði, Keldnaholti, Árleyni 22 112 Reykjavík og á Teams. Hér má nálgast hlekk á vörnina. Vörnin er öllum opin.

Leiðbeinendur:

Marianne Helene Rasmussen, Director of Húsavík Research Centre, University of Iceland and Emmanuel Pagneux, Associate professor, Faculty of Environmental and Agricultural Sciences, Agricultural University of Iceland

Prófdómari

Katja Vinding Petersen, PhD, Lecturer in Polar biology and Biology of Marine Mammals at DIS - Study Abroad in Scandinavia. Lecturer at the University of Copenhagen, Department of Science Education.

Ágrip

Markmið þessa verkefnis er að skoða vistfræðileg tengsl milli fjölda hnýðinga (Lagenorhynchus albirostris), stærðar þorsksstofns (Gadus morhua) og sveiflna í sjávarhita í Skjálfanda. Sú tilgáta er sett fram, að hækkun sjávarhita orsaki bæði fækkun hnýðings og þorsks, og að fækkun þorsks valdi enn frekari fækkun hnýðings, en þorskur er aðalfæða hnýðings. Mælingar á tíu ára tímabili (2014–2024) voru metnar til að fá skýrari mynd af því hvort sveiflur í þorsksstofninum hafi óbein áhrif á fjölda og útbreiðslu hnýðings. Gagna um fjölda hnýðinga í Skjálfanda var aflað í hvalaskoðunarferðum með ljósmyndagreiningu, og tíðnimatið var ákvarðað með SPUE-stuðlinum (Sighting Per Unit Effort). Stuðullinn var greindur með tilliti til hugsanlegra fylgni við tölur um þorskafla úr gagnagrunni Hafrannsóknastofnunar og árs meðalhita í sjó, sem reiknaður var út frá gögnum frá Grímsey. Niðurstöðurnar sýndu skýrt árstíðamynstur í viðveru hnýðings í Skjálfanda, þar sem SPUE mældist hæstur yfir sumarmánuðina. Þó studdu niðurstöðurnar ekki megintilgátur rannsóknarinnar um beina fylgni milli árlegs SPUE, og annars vegarstærðar þorskstofnsins (r = 0.212, p = 0.556), og hins vegar árs meðalhita í sjó (r = 0.230, p = 0.522). Niðurstöðurnar sýndu heldur ekki fram á greiningu á hnýðingu  (r = -0.348, p = 0.294). Þá fundust heldur engin marktæk tengsl milli veidds þorskafla og árs meðalhita í sjó (r = 0.410, p = 0.239). Skortur á tölfræðilegri marktækni bendir til að vistfræðileg ferli í Skjálfanda séu flóknari en upphaflega var gert ráð fyrir. Niðurstöðurnar geta endurspeglað seiglu hnýðinga, mögulega vegna aðlögunarhæfni í fæðuvali eða vegna þess að þeir tilheyra stærri stofni sem nær út fyrir Skjálfandaflóa. Einnig er hugsanlegt að um tímaseinkun í vistfræðilegum viðbrögðum við umhverfisbreytingum sé að ræða. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi langtímamælinga til að greina á skilvirkan hátt þau áhrif sem núverandi og komandi umhverfisbreytingar hafa og munu hafa á þetta viðkvæma strandsvæði á jaðri heimskautasvæðisins.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image