Endurmenntunarnámskeið í dkBúbót

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á hagnýtt námskeið í dkBúbót sem er hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í bókhaldskerfinu sem og þeim sem vilja bæta verklag, auka skilvirkni og nýta kerfið betur. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu virkni og verkferla í dkBúbót. Nemendur fá hagnýta leiðsögn og tækifæri til að leysa verkefni í kerfinu.

Helstu þættir sem farið er yfir:

  • Uppsetning og grunnstillingar í DK Búbót
  • Skráning tekna og gjalda í búrekstri
  • Reikningagerð, virðisaukaskattur og skil
  • Laun og launavinnslur
  • Skýrslur og afstemmingar

Námskeiðið er haldið fiimmtudaginn 29. janúar kl. 13-17 og kennt á Teams. Áhersla er lögð á að þátttakendur öðlist færni til að nota kerfið sjálfstætt og aðlaga það að eigin rekstri.

Bókhaldsþekking er æskileg. Í boði er grunnnámskeið í bókhaldi á vegum Endurmenntunar LbhÍ sem haldið er 15.-21. janúar 2026.

Kennari er Ólafur Haukur Magnússon, M.Acc., aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur Haukur hefur margra ára reynslu af fjármálum og rekstri og hefur lengi kennt námskeiðin Bókhald í búrekstri og Fjárhagsbókhald við LbhÍ. 

Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar: dkBúbót | Endurmenntun

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image