Nemendur í byggingarfræði ljúka við göngustíg á Hvanneyri

Nemendur í áfanganum Byggingarfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) hafa lagt lokahönd á nýjan, 60 metra langan göngustíg sem er hluti af lengri gönguleið á Hvanneyri. Áfanginn er ætlaður nemendum í námi í landslagsarkitektúr og náttúrufræðum.

Námskeiðið leggur áherslu á verklegar æfingar og fá nemendur að spreyta sig á ýmsum verkefnum, svo sem að hlaða grjótveggi, leggja hellur, búa til göngustíga og klippa trjágróður. Þá heimsækja nemendur ýmis útivistarsvæði og lóðir við byggingar til að læra að meta framkvæmdir á útisvæðum.

Við smíði göngustígsins notuðu nemendur létt byggingarefni, sem hefur reynst vel fyrir umhverfið og er auðvelt í meðhöndlun. Vinnunni við stíginn lauk á hálfum degi en nemendur lögðu út jarðvegsdúk, settu niður plastgrindur og trjákurl ofan á grindurnar.

Gönguleiðin liggur frá hringtorginu á Hvanneyri, sunnan við skjólbeltin og niður að vegslóðanum að Andakílsá. Stígurinn er eingöngu ætlaður léttri umferð og er vélknúin umferð og hestar beðnir um að halda sér frá honum.

Umsjónarmaður og kennari námskeiðsins er Ragnar Frank Kristjánsson. Unnsteinn Elíasson hefur verið leiðbeinandi undanfarin ár og sérhæfir hann sig í grjóthleðslum. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image