Nemendur á 3.ári í landslagsarkitektúr eru nú í námskeiðinu arkitektúr og skipulag. Ábyrgðarmaður er Daniele Stefano lektor og stundakennari Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður hjá Pláss. Í ár taka nemendur fyrir Hamraborgina í Kópavogi. Síðast liðinn fimmtudag var farið var í kynnisferð um svæðið og það skoðað með greiningarþætti í huga. Kópavogsbær hélt kynningu um stöðu svæðisins og sýn bæjarins. Virkilega góður dagur í blíðskapar haustveðri.
Í námskeiðinu er fjallað um hina þverfaglegu þætti sem unnið er með við gerð deili- og rammaskipulags, notkun hugtaka t.d. nýtingarhlutfall, skuggavarp og tengingar við lagaumhverfið. Fjallað um vistvænar og sjálfbærar lausnir í skipulagi. Áhersla lögð á tengsl veðurfars og náttúrugrunnlagsins við skipulag og hönnun. Skoðað hvernig deiliskipulög fela í sér ólíka uppbyggingu, yfirbragð húsa, hverfa og samhengi við umhverfi byggt, óbyggt og rými milli húsa. Áhersla er lögð á hugmyndavinnu (“konsept“) tengt raunhæfum verkefnum og að nemandinn skilji samspil bygginga og rýmis tengt fagurfræði, formfræði, atferli og tækni. Vinnubrögð og aðferðir (t.d. notkun CAD, Sketch Up, líkana) við kynningu og framsetningu á verkefnum. Myndirnar eru frá Ilda Vagge prófessor frá Mílanó.