Nemendur kynna sér vistkerfi í nágrenni Hvanneyrar

Á vorin sitja nemendur í náttúru- og umhverfisfræði sumarnámskeið í vistfræði  þar sem þeim er kennt að nota mismunandi aðferðir við vistfræðilega gagnaöflun á vettvangi. Nemendur skoða mismunandi vistkerfi sem finnast í nágrenni Hvanneyrar, ss. skóg, votlendi, þurrlendi, flæðiengjar, vatnakerfi; ræktað land og fjallendi og afla grunngangna í þessum vistkerfum – td. plöntugreining og gróðurframvinda; fuglaskráning; fiskur og vatnalíf; söfnun og skráning hryggleysingja.

Seinna sitja þessir nemendur námskeiðið Íslensk viskerfi þar sem þau geta nýtt sér þau gögn sem þau hafa aflað sér þessa daga á Hvanneyri.  

Námsbraut í Náttúru- og Umhverfisfræði til BS gráðu hefur að meginviðfangsefni að veita nemendum grunnþekkingu á íslenskri náttúru, náttúrufari og vistkerfum.  Áhersla er lögð á breiða, þverfaglega og  vistfræðilega nálgun og að nemendur þekki til helstu eininga og þátta innan vistkerfa og vistfræðilegra ferla. Þá er fjallað sérstaklega um samspil manns og náttúru og sjálfbæra nýtinginu náttúrunnar. 

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image