Ný bók um íslenskan jarðveg og náttúru

Út er komin bókin „The Soils of Iceland“ ef Ólaf Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.  Bókinni er m.a. ætlað að veita sýn á náttúru landsins, landnýtingu, jarðfræði, landmótun og áhrif frosts. Fjallað um íslenskan jarðveg sem hluta náttúru landsins, þar sem ýmsir þættir sem móta umhverfið fá mikið rými. Fjallað er um jarðvegsmyndun og áhrif áfoks á mótun jarðvegsins og efnaveðrun. Þá er fjallað um jarðveg eldfjallasvæða, sem telst sérstök jarðvegsgerð með afar sérstæða eiginleika. Flokkun jarðvegsins er skýrð og fjallað um breytileika jarðvegsins í landslaginu og helstu áhrifaþætti sem móta jarðvegseiginleika sem jafnframt eru eru skýrðir sem og efnafræði jarðvegsins.

Sérstakur kafli er um hina miklu sandauðnir landsins, uppfok frá þeim og áhrif áfoks á náttúruna. Síðasti kafli bókarinnar tekur saman ritað efni um hrun íslenskra vistkerfa, fjallað erum jarðvegsrof og ástandsstig, en að síðustu er farið nokkrum orðum um vistheimt, endurheimt vistkerfa. Mikill fjöldi heimilda fylgir hverjum kafla, sem auðveldar lesandanum að afla sér frekari þekkingar. Bókin er 180 bls. í stóru broti og ríkulega skreytt með mikinn fjölda skýringarmynda í litum. Útgefandi er Springer útgáfan í Hollandi.

Bókinni er ætlað að vera almennt fræðsluefni um íslenskan jarðveg og náttúru, bæði fyrir Íslendinga sem og þá sem sækja landið heim. Hún fæst á Amazon og Springer Verlag, en yfirleitt einnig í Bóksölu stúdenta í H.Í. Frekari upplýsingar er að finna á www.moldin.net, m.a. ýtarlegt efnisyfirlit og úrdrættir úr hverjum kafla.

Háskóli Íslands
Ólafur Arnalds, höfundur bókarinnar, í útgáfuteitinu.
Myndina tók Áskell Þórisson.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image