Nýr vefur Jafnréttisdaga háskólanna kominn í loftið

Nýr vefur Jafnréttisdaga háskólanna kominn í loftið. Mynd unak.is

Ný vefsíða Jafnréttisdaga

Nú standa yfir Jafnréttisdagar háskólanna sem haldir hafa verið frá 2009. Útgangspunktur daganna er að vekja fólk til vitundar á fjölbreyttum málefnum hvað varðar jafnrétti, og undanfarin ár hafa skipuleggjendur Jafnréttisdaga til dæmis beint sjónum að bakslagi í hinsegin samfélaginu, stöðu innflytjenda á Íslandi og ofbeldi í íþróttum og tónlistarnámi svo eitthvað sé nefnt. Viðburðir eru opnir öllum og er einnig oft streymt. Í ár er áherslan á Inngildingu, jaðarsetningu og aðför að mannréttindum.

Fyrr á þessu ári hlaut samráðshópurinn sem stendur að skipulagi Jafnréttisdaga, og er skipaður jafnréttisfulltrúum frá öllum háskólum landsins, styrk úr samstarfssjóði háskólanna til að gera nýja heimasíðu Jafnréttisdaga

Vefurinn mikilvægt skref fyrir Jafnréttisdaga sem hafa fest sig í sessi

Fulltrúar samráðsvettvangsins töldu að þar sem Jafnréttisdagar eru búnir að festa sig í sessi og vaxa ár hvert væri tækifæri til að bæta umgjörðina með því að láta smíða vefsíðu sem héldi utanum og miðlaði efni sem verður til á dögunum. Á síðunni er möguleiki að skoða dagskrána á aðgengilegan hátt bæði í tölvu og í snjallsíma. Við hönnun síðunnar var horft til vefsíðunnar Nordic Talks þar sem viðburðir um öll Norðurlönd eru teknir upp og þeim breytt í hlaðvarp svo þeir geti lifað áfram og fólk notið þeirra um ókominn tíma.

Til er afar dýrmætt efni sem hefur verið tekið upp á Jafnréttisdögum og væri mikill fengur í að fleiri gætu notið áfram. Vefurinn er samstarf Netheims, stýrihóps Jafnréttisdaga og verkefnastjóra Jafnréttisdaga. Þar eru jafnréttisdagar nú í forgrunni og síðar meir verður hægt að merkja við þá viðburði sem vekja áhuga og hanna þannig sína eigin dagskrá á honum og nálgast hlaðvörp með upptökum af fyrri Jafnréttisdögum, sem og frekari fræðslu um jafnréttismál. Vefurinn á að nýtast allt árið um kring þó að reiknað sé með að flestar heimsóknir verði í kringum Jafnréttisdaga. Hann verður nýttur til að miðla fræðsluefni um jafnrétti, umfjöllunum um áskoranir tengdar inngildandi samfélagi og bætt verður við efni á næstu mánuðum til að halda honum við.

Jafnrétti og andlega heilsu í landbúnaði

Fjölmargir viðburðir eru í boði í öllum háskólunum og í streymi og verður Guðrún Birna Brynjarsdóttir hjá Bændasamtökum Íslands með erindi á Hvanneyri um Jafnrétti og andlega heilsu í landbúnaði fimmtudaginn 15. febrúar kl 15-15:30 í matsal Ásgarðs, aðalbyggingar LBHÍ. Guðrún Birna ætlar að fjalla um ósýnileika maka og kynskiptingu í landbúnaði, ásamt áskorunum við að að fjalla um andlega heilsu og mikilvægi nærsamfélagsins. Boðið verður uppá jafnréttisvöfflur við tilefnið og eru öll velkomin!

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image