Ný yfirlitsgrein um sanda og vindrof á Íslandi

Starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands hafa, um langt árabil, stundað rannsóknir á vindrofi og rykmyndun á Íslandi.  Rannsóknasjóður styrkir verkefni sem nú er unnið að á vegum skólans.  Í ljós hefur komið að vindrof á Íslandi er með því virkasta sem þekkist í heiminum og rykmengun héðan með því mesta.  Rykið getur haft jákvæð áhrif á vistkerfi á sjó og landi en afar neikvæð áhrif á lýðheilsu. Rykið hefur margvísleg áhrif á snjóbráðnun, afkomu jökla og veðurfarsþætti. Nýlega birtist yfirgripsmikil grein um sanda og vindrof á Íslandi í ritinu Aeolian Research, sem er megintímaritið á þessu sviði. Greinina skrifa Ólafur Arnalds, Pavla Dagsson-Waldhauserová og Haraldur Ólafsson.  Pavla lauk doktorsprófi á þessu sviði frá LbhÍ og HÍ á síðasta ári.  Greinin er í opnum aðgangi og hægt er að nálgast hana hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image