Nýnemadagar 2025 verða mánudaginn 18. ágúst & þriðjudaginn 19. ágúst og fara fram í Ásgarði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Dagskrá hefst stundvíslega klukkan 09:00 á mánudaginn. Þeir sem eru að hefja nám í búfræði, BS nám, MS í Skipulagsfræðum eða Rannsóknarmiðað mastersnám mæta í Ársal á 3. hæð. Hinsvegar mæta nýnemar í EnCHiL & skiptinemar á sama tíma í Borg á 2. hæð. Mikilvægt er að mæta og fá allar upplýsingar um praktísk atriði í upphafi náms, kynnast húsakynnum skólans og hitta starfsfólk og kennara ásamt því að kynnast stoðþjónustu skólans eins og bókasafni, nemendaráðgjöf og alþjóðasviði. Nánari dagskrá og upplýsingar er að finna í Uglu.
Starfsáætlun fyrir '25-'26 má nálgast hér.
Ef einhver vandamál koma upp er hægt að hafa samband við kennsluskrifstofu eða
Innilega velkomin í LbhÍ!