Nýr hópur meistaranema í endurheimt vistkerfa við LbhÍ

Nýr hópur meistaranema hóf nám sitt í námsleiðinni Endurheimt vistkerfa við Landbúnaðarháskóla Íslands í haust. Þetta er annar hópurinn sem hefur nám við þessa braut frá stofnun hennar árið 2023. Áberandi er fjölbreytni hópsins, en nemendur eru frá sex löndum.

Í fyrstu kennsluviku var farið í vettvangsferðir í nágrenni Hvanneyrar og einnig um Suður- og Suðvesturland. Í þessum ferðum kynntust nemendur náttúru Íslands með gleraugum vistheimtar og fengu tækifæri til að rýna í land í mismunandi ástandi og kynnast fjölbreyttum aðferðum við endurheimt vistkerfa.

Á meðal þess sem skoðað var má nefna uppgræðslutilraun á Mið-Fossum sem fyrri nemendahópur stóð að, endurheimt votlendis í Hestmýri í Lundareykjadal og í Skálholti, ásamt endurheimt staðargróðurs við vegi og á námusvæðum. Þá  voru skoðaðar yfir 20 ára gamlar uppgræðslur á Grjóteyri og Hekluskógasvæðinu. Jafnframt var Sagnagarður í Gunnarsholti sóttur heim og þar skoðuð sýning um sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi og um landgræðslustarf hér á landi. Þar fengu nemarnir einnig kynningu á endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu sem er unnin undir stjórn Lands og skógar.

Markmið námsins er að veita nemendum djúpan skilning á náttúrulegum vistkerfum og færni til að endurheimt þau. Í náminu er lögð er áhersla á bæði vistfræðilega og samfélagslega þætti endurheimtar. Þessi sérfræðiþekking verður sífellt mikilvægari til að takast á við brýn umhverfisvandamál á borð við hnignun vistkerfa, tap á líffræðilegri fjölbreytni og loftslagsbreytingar.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image