Nýtt samstarf um rannsóknir, nýsköpun og menntun í skógrækt

Undirritaður hefur verið fimm ára samstarfssamningur milli Lands og skógar, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Bifröst um að efla rannsóknir, menntun og nýsköpun á sviði skógræktar og sjálfbærrar nýtingar skógarauðlinda á Íslandi.

Markmið samstarfsins er að þróa nýjar aðferðir við umhirðu og endurnýjun skóga, auka nýtingu og markaðssetningu skógafurða og styðja við nýsköpun í tengslum við sjálfbæra nýtingu skógarauðlinda. Áhersla verður lögð á að nýta Skorradal sem tilraunasvæði fyrir rannsóknir, þróun og kennslu.

Í samstarfinu felst meðal annars:

  • Rannsóknir á sviði skógræktar, skógarhöggs og nýtingar skógafurða.
  • Samstarf um námskeið og námsbrautir tengdar skógrækt, nýtingu og markaðssetningu skógarafurða.
  • Þróun nýrra aðferða í skógarnýtingu og byggja upp þjónustu skógarverktaka.
  • Vöruþróun á afurðum úr íslenskum skógum.
  • Þróun viðskiptaáætlana fyrir nýjar vörur.

Verkefnahópur með fulltrúum allra aðila fer fyrir samstarfinu. Verkefnin verða fjármögnuð með styrkjum úr innlendum og erlendum sjóðum sem og með samstarfi við einkaaðila í tengdum atvinnugreinum.

Árangur verður metinn með margvíslegum mælikvörðum, svo sem fjölda samstarfsverkefna, þátttöku nemenda og kennara, lokaverkefnum sem byggð verða á samstarfinu, fjármögnun, birtingu vísindagreina og þróun nýrrar vöru og þjónustu.

Samningurinn er undirritaður til fimm ára með möguleika á framlengingu eða endurnýjun að þeim tíma loknum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image