Öflugt alþjóðlegt samstarf við LBHÍ gegnum Erasmus +

Öflugt alþjóðlegt samstarf

Það er mikilvægt fyrir okkur sem lítill háskóli að vera öflug í erlendu samstarfi. Í landslagsarkitektúr er mikið og öflugt starf þar sem bæði skiptinemar og gestakennarar koma á vegum Erasmus+ áætluninnar. Hér má sjá stutt myndband þar sem Helena Guttormsdóttir lektor segir frá mikilvægi þess að fá til sín aðila úr atvinnulífinu og erlendum háskólum í kennsluna sem og fjölbreytta nemendur. Christine Guérard landslagsarkitekt og myndlistarkona segir frá sinni upplifun sem gestakennari og Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi fer yfir tækifærin sem leynast í öflugu alþjóðlegu samstarfi fyrir okkur sem lítinn háskóla á landsbyggðinni.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image