Opið hús á Hvanneyri – Kynnið ykkur námið og aðstöðuna

Verið velkomin á opið hús á Hvanneyri

Verið velkomin á opið hús á Hvanneyri laugardaginn 13. maí milli kl 13 og 15

Hægt verður að skoða aðalbygginguna Ásgarð og kynna sér nánar námsmöguleika okkar og aðstöðu. Skólinn er staðsettur á Hvanneyri sem er í klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hvanneyri er um 300 manna fjölskylduvænt þorp og er þar leik- og grunnskóli ásamt því að nemendur geta leigt herbergi eða íbúðir á nemendagörðum rétt við Ásgarð. Á Hvanneyri er hægt að njóta náttúrunnar allt um kring og er fjölbreytt fuglalíf, auk þess sem skólinn starfrækir þar kúabú. Þar eru að finna sögulegar byggingar en saga skólans nær aftur til 1889. Það er því af nægu að taka og hlökkum við til að sjá sem flesta. 

Viðburðarsíða

Sérstaða

Við bjóðum fjölbreytt nám sem veitir nemendum þekkingu og færni á sviðum sem skipta máli í framtíðinni en við sérhæfum okkur á sviði lífvísinda, landbúnaðar, loftslags- og umhverfismála, landnýtingar og hönnunar umhverfis. 

Nemendur sem stunda nám við LBHÍ hafa gott aðgengi að kennurum og starfsfólki í litlum og persónulegum skóla. Námsárinu er skipt í stuttannir sem veitir nemendum möguleika á því að einbeita sér að færri fögum í einu. Auk staðarnáms er einnig hægt að taka ákveðnar brautir og fög í fjarnámi.

Námsframboð

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image