Opinn íbúafundur: Kynning á Peatland LIFEline verkefninu

Verkefnið Peatland LIFEline snýr að endurheimt votlendis og stuðning við líffræðilegan fjölbreytileika. Verkefnið er styrkt af LIFE-sjóðnum, sem er hluti af Umhverfis- og loftlagsáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið felur í sér samstarf 7 stofnana og leiðir Landbúnaðarháskóli Íslands verkefnið. Land og skógur er einnig með stóran þátt í verkefninu. Aðrir samstarfsaðilar eru Náttúrufræðistofnun, Fuglavernd, Hafrannsóknastofnun, Náttúruverndarstofnun og Royal Society for the Protection of Birds í Bretlandi.

Andakíll RAMSAR friðlandið er staðsett innan Hvanneyrarjarðar. Það nær yfir austurhluta ósa Borgarfjarðar og nærliggjandi votlendi inn til landsins. Svæðið nærist af Hvítá og Andakílsá og nær yfir flæðiengjar, votlendi og slægjumýrar sem nýttar eru til heyskapar. Þá eru stórar mýrar nýttar sem beitiland. Flæðisvæðið er mikilvægt dvalar-, fæðu- og varpsvæði fyrir votlendisfugla, sérstaklega fyrir þrjár marktegundir Peatland LIFEline.is verkefnisins. Vegna fjölbreytilegs náttúrulegs umhverfis hefur Hvanneyrarsvæðið mikið vísindalegt gildi og er nýtt til kennslu og fjölbreyttra rannsókna.

Andakíll Ramsar-svæðið var upphaflega stofnað til verndar heiðagæsar, þar sem svæðið er vel þekkt viðkomusvæði tegundarinnar. Búsvæði svæðisins, þ.e. ósar, mýrlendi, lyngmóar og flæðiengjar, eru forsenda fyrir ríkulegu fuglalífi. Svæðið er nýtt af 58 fuglategundum, þar af verpa 34 tegundir á svæðinu, svo sem haförn sem er í útrýmingarhættu á landsvísu, og rauðbrystingur sem er viðkvæm tegund á alþjóðavísu. Hluti mýrlendisins, lyngmóa og flæðisvæða er í röskuðu ástandi (í framræslu eða rofi) og því hefur gildi þeirra fyrir fugla minnkað verulega. Markmið verkefnisins er að endurheimta þessi röskuðu svæði og þar með bæta heildarstöðu Ramsar-svæðisins með tilliti til viðhalds og/eða eflingar fuglabreytileika þess.

Umfang verkefnisins er rúmlega 8 milljónir evrur og er stuðningur LIFE-sjóðsins 75% eða um 6 milljónir evrur sem samsvarar um milljarði íslenskra króna. Verkefnið hófst formlega þann 1. september sl. og er til 66 mánaða eða til loka febrúar 2031. Þetta er umfangsmesta verkefni sem Landbúnaðarháskóli Íslands hefur stýrt og hlökkum við til að takast á við það.

Nánar um við íbúafundinn hér.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image