Rit LbhÍ nr. 160 - Orkujurt - Bættar aðferðir til olíuræktunar

Orkujurt - Bættar aðferðir til olíuræktunar

Út er komið Rit LbhÍ nr. 160 Orkujurt - Bættar aðferðir til olíuræktunar eftir Sunnu Skeggjadóttur, Egil Gunnarsson og Hrannar Smára Hilmarsson. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að áburður að hausti skiptir miklu máli hvað varðar vetrarlifun, vaxtarferil, þroska og uppskeru vetrarnepju.

Eftir því sem áburðarskammturinn er stærri að hausti, því fyrr er plantan að þroskast sem þar af leiðandi eykur líkur á fullnægjandi uppskeru og öryggi í ræktun. Núverandi ráðlagður sáðskammtur er 8 kg/ha en niðurstöður sýna að endurskoða þarf ráðlagðan sáðskammt.

Áframhaldandi rannsóknir ættu því að snúast um frekari sáðmagns- og áburðartilraunir, þar sem unnt væri að rannsaka hve mikinn áburð ætti að nota að vori til þar sem að allir meðferðarliðirnir fengu jafn stóran áburðarskammt um vorið í þessari rannsókn. Vert er að skoða hvort megi lækka hlutfall fitu í kökunni með yrkjavali eða aðferðum við pressun.

Frekari rannsóknir á afbrigði, yrki og ræktun í mismunandi landshlutum væri einnig stórt skref í átt að öruggu og uppskerumiklu yrki sem auðvelt væri að rækta á Íslandi.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image