Orkusetur landbúnaðarins

Fyrir skömmu hóf Eiður Guðmundsson, verkfræðingur, störf sem verkefnisstjóri Orkuseturs landbúnaðarins. Orkusetrið, sem verður starfrækt á Hvanneyri, er opinn samstarfsvettvangur aðila sem vilja vinna að orkumálum landbúnaðarins í samstarfi við LbhÍ. Megin hlutverk Orkuseturs landbúnaðarins er að vinna að aukinni sjálfbærni í orkumálum landbúnaðarins, efla rannsóknir á orkumálum landbúnaðarins og að auka þekkingu innan landbúnaðarins á því sviði.

Hingað til hefur vinna LBHÍ á sviði orkumála afmarkast af einstökum sjálfstæðum verkefnum , sem að mestu eru tilkomin vegna áhuga einstakra starfsmanna og utanaðkomandi verkefnastyrkja. Viðfangsefnið er langtíma verkefni sem þarf skýr markmið, aðstöðu og afl til að veita nýjum verkefnum stuðning, draga að samstarfsaðila og fjármagn og miðla þeirri þekkingu og reynslu sem ávinnst. Orkusetri landbúnaðarins er ætlað þetta hlutverk.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image