Öryggi starfsfólks í ferðaþjónustu - opin málstofa á vegum Endurmenntunar LBHÍ

Fimmtudaginn 13. október kl. 9-12 heldur Endurmenntun LBHÍ opið málþing um öryggi starfsfólks í ferðaþjónustu, en segja má að ferðaþjónustan standi á ákveðnum tímamótum í dag. Málþingi er haldið í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík, Árleyni 22.

COVID-19 hafði mikil áhrif á umsvif og afkomu ferðaþjónustunnar sem leiddi til þess að margir misstu vinnuna og leituðu í önnur störf.

Í dag gætir nokkurrar manneklu innan ferðaþjónustunnar og telja margir að takmarkað starfsöryggi sé í ferðaþjónustutengdum störfum og minni möguleikar til starfsþróunar innan ferðaþjónustunnar en í mörgum öðrum störfum.

Dr. Barbara Pavlakovic lektor í ferðamálafræðum við háskólann í Maribor í Slóveníu verður með erindi á málstofu Endurmenntunar LBHÍ þar sem meðal annars verður fjallað um hvernig aðilar innan ferðaþjónustunnar geta tekist á við þessar nýju áskoranir og um leið tryggt betur öryggi síns starfsfólks.

Barbara hefur rannsakað stöðu starfsfólks í ferðaþjónustu í nokkrum löndum og hvernig samskipti og miðlun upplýsinga hefur áhrif á upplifun starfsfólk af öryggi.

Aðgangur ókeypis en óskað skráningar á vef Endurmenntunar LBHÍ.

Léttar kaffiveitingar í boði.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image