Ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun. Ljósmynd Veðurstofa Íslands

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis,- orku og loftslagsráðherra flutti inngangserindi á NOCCA23 þar sem hann lýsti sögu mannkyns við sögu aðlögunar en hópur frá LBHÍ tók þátt í ráðstefnunni. Ljósmynd Veðurstofa Íslands

Ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun

Áskoranir sem tengjast loftslagsbreytingum tengjast inn á öll þau fræðisvið sem Landbúnaðarháskólinn sérhæfir sig í

Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023 og af því tilefni stóð Veðurstofa Íslands í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti fyrir norrænni ráðstefnu um loftlagsbreytingar og aðlögun, NOCCA 2023, í Reykjavík 17-18.apríl sl. þar sem hópur frá LBHÍ tók þátt

Sjónum var beint að því hvernig sveitarfélög Norðurlandanna búa sig undir breyttan heim. Dr. Samaneh Nickayin brautarstjóri landslagsarkitektúrs, Dr. Jóhanna Gísladóttir umhverfisstjóri, Dr. Astrid Lelarge brautarstjóri skipulagsfræði og Dr. Harpa Stefánsdóttir prófessor í skipulagsfræði tóku þátt í ráðstefnunni fyrir hönd LbhÍ. Bjargey Anna Guðbrandsdóttir framkvæmdastýra Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, tók einnig þátt. Að auki sóttu nokkrir nemendur LbhÍ ráðstefnuna, sem meðal annars leggja stund á skipulagsfræði og skógfræði.

Fyrri dagur ráðstefnunnar samanstóð af fjölbreyttum fyrirlestrum en á seinni deginum gafst fundargestum tækifæri á að taka í áhugaverðum og skemmtilegum vinnustofum. Á fyrri deginum kynnti Jóhanna rannsókn sem hún vinnur að í samstarfi við Dr. Matthias Kokorsch við Háskólasetur Vestfjarða, um aðlögunarhæfni lítilla og afskekktra samfélaga að náttúruvá á tímum loftlagsbreytinga.

Seinni daginn tóku fulltrúar LbhÍ þátt í fjórum vinnustofum. Ein af vinnustofunum var um náttúrumiðaðar lausnir, en Samaneh leiddi hóp sérfræðinga innan LbhÍ sem tók þátt í að vinna skýrslu fyrir Norrænu ráðherranefndina um náttúrumiðaðar lausnir fyrir Norðurlöndin. Þá var einnig vinnustofa um hækkun sjávarmáls og þar voru bæirnir Ísafjörður og Akureyri notaðir sem dæmi. Þar ræddu þátttakendur framtíðarsviðsmyndir og áskoranir tengdar hækkun sjávarmáls.

Vinnustofan um áhrif loftlagsbreytinga yfir landamæri fjallaði meðal annars um landbúnað, líffræðilegan fjölbreytileika, aðfangakeðjur og alþjóðaviðskipti. Einnig var vinnustofa um aðalskipulag með aðlögunarsamþættingu fyrir borgir og sveitarfélög þar sem Harpa og Astrid tóku þátt.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image