Rannsaka uppruna íslenska hestsins

Albína Hulda Pálsdóttir dýrabeinafornleifafræðingur freistar þess nú að greina uppruna íslenska hestsins. Hún vinnur rannsóknina með Jóni Hallsteini Hallssyni, doktor í erfðafræði og starfsmanni LbhÍ og Michael Hofreiter sem er doktor í líffræði.

"Hópurinn hefur hlotið styrk úr Fornminjasjóði upp á áttahundruð þúsund krónur. Markmið verkefnisins er að dýpka skilning á uppruna íslenska hestsins. Albína segir að tækninni til að greina forn-DNA hafi fleygt mjög fram og í dag sé hægt að greina sýni sem voru ónothæf fyrir fáeinum árum. Einnig sé til bóta að upplýsingar um erfðamengi úr nútíma hrossastofninum séu mjög góðar. Beinin sem notuð verða voru flest sótt í kuml á Norðurlandi, en einnig úr uppgreftinum á Alþingisreit. Tekin verða sýni úr beinunum og þau send utan til greiningar á forn-DNA. Albína segist hafa gaman af því að hreyfa við fastmótuðum kenningum um söguþróun.

Hefðbundna kenningin er að sögn Albínu sú að öll íslensk húsdýr, ekki bara hesturinn séu upprunnin í Noregi, en sú kenning er aðallega byggð á ritheimildum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á nútíma-DNA manna benda á hinn bóginn til fjölbreyttari uppruna, en það gera líka samsætugreiningar á mannabeinum. Því bendi ýmislegt til þess að sú mynd sem ritheimildir draga upp af landnáminu sé einfaldari en raunin hafi verið," segir í texta á heimasíðu Ríkisútvarpsins.

Sjá aðra frétt hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image