Réttindanám í meðferð varnarefna er haldið af Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Umhverfis- og orkustofnun og Vinnueftirlitið. Námskrá námskeiðsins byggist á ákvæðum samkvæmt reglugerð.
Námið skiptist í þrjá hluta og þurfa öll að taka námshluta 1 sem fjallar um markaðssetningu plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Þau sem vilja ná sér í full réttindi og vera í fullu námi taka alla þrjá hluta námskeiðsins. Þau sem vilja mennta sig í meðferð útrýmingarefna vegna notkunar við eyðingu meindýra taka hluta 1 og 2 og þau sem vilja mennta sig í meðferð plöntuverndarvara í landbúnaði og garðyrkju, þar með talið garðaúðun, taka hluta 1 og 3.
Námið er kennt í fjarkennslu og opnar á námsgögn kl. 09 fimmtudaginn 19. febrúar. Náminu lýkur með rafrænu prófi þremur vikum síðar, fimmtudaginn 12. mars, og opnar á prófin kl. 09 þann 12. mars. Upptökur af öllum fyrirlestrum, glærur og annað lesefni er aðgengilegt á kennsluvef Landbúnaðarháskólans og geta nemendur nálgast námsefnið allan sólarhringinn fram að prófdegi.
Nánari upplýsingar um þetta mikilvæga nám má finna á vef Endurmenntunar LbhÍ.





