Réttindanám í meðferð varnarefna í landbúnaði, garðyrkju og meindýravörnum, nú allt í fjarnámi

Allir sem meðhöndla varnarefni, hvort sem er plöntuverndarvörur eða útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra, ber að vera með þar til skilin réttindi og notendaleyfi. Dagana 10.-23. febrúar mun Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Umhverfisstofnun, Vinnueftirlitið og Landssamtök meindýraeyða bjóða upp á fjarnám fyrir þá sem vilja öðlast notendaleyfi eða þurfa að endurnýja notendaleyfin sín. Námið er allt í fjarnámi og lýkur með prófi 23. febrúar. Í boði eru þrjár námsleiðir: Nám í meðferð varnarefna í landbúnaði, garðyrkju og meindýravörnum sem er fullt nám, nám í meðferð varnarefna í landbúnaði og garðyrkju þar með talið garðaúðun og nám í meðferð útrýmingaefna við eyðingu meindýra. Einnig eru þeir sem eru með annað leyfið kost á öðlast bæði með því bæta við sig námi. Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ: www.endurmenntun.lbhi

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image