Samningur um langtímarannsóknir í skógrækt í Gunnarsholti

Land og skógur og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa undirritað samning um áframhald og formfestu tveggja langtímatilrauna í skógrækt í Gunnarsholti.

Um er að ræða annars vegar Tilraunaskóginn í Espiholti, sem hófst árið 1989 í samstarfi íslenskra og kanadískra stofnana, og hins vegar LT-verkefnið sem hófst árið 2002 með fjölbreyttum trjáblöndum í Ketluskógi og Spámannsstaðaskógi. Bæði verkefnin hafa síðustu ár verið rekin í óformlegu samstarfi aðila, en með nýjum samningi er tryggður skýr rammi til framtíðar um hlutverk, ábyrgð og nýtingu tilraunasvæðanna.

Samningurinn kveður m.a. á um að stofnanirnar skipi sérstakt samstarfsráð sem fer með ábyrgð á meðferð svæðanna, og að rannsóknainnviðir þeirra verði áfram opnir fyrir ný verkefni og umsóknir í samkeppnissjóði.

Ágúst Sigurðsson forstjóri LOGS og Ragnheiður Þórarinsdóttir rektor LBHÍ undirrituðu samninginn í seinustu viku.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image