Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Lbhí undirrita samstarfssamning. Ljósmynd DL/stjornarradid.is

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Lbhí undirrita samstarfssamning. Ljósmynd DL/stjornarradid.is

Samningur um þjónustu á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðrar ráðgjafar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (Lbhí) hafa undirritað samning um þjónustu á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðrar ráðgjafar fyrir árin 2023-2024.

Samkvæmt samningnum felur ráðuneytið skólanum að vinna að rannsóknum, þróun og nýsköpun á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Fjárframlögum sem fylgja samningnum verður varið til verkefna sem styrkja megináherslur í landbúnaði samkvæmt stefnu stjórnvalda.

  • Skilgreind verkefni Lbhí fyrir ráðuneytið eru:
  • Efling kornræktar - Hagnýtar ræktunarleiðbeiningar fyrir framleiðendur í kornrækt
  • Efling rannsókna á losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaðarstarfsemi  
  • Greining á stuðningskerfi landbúnaðarins
  • Greiningar og rannsóknir á sviði lífrænnar framleiðslu
  • Efling garðyrkjuframleiðslu
  • Nýting á lífrænum efnum og úrgangi til ræktunar og styrkingar á hringrásarkerfum
  • Samspil landbúnaðar og náttúruverndar

Samkvæmt samningnum skal Lbhí jafnframt veita stjórnvöldum ráðgjöf á fræðasviði skólans og eftir atvikum sinna stjórnsýsluverkefnum í umboði matvælaráðuneytisins, svo sem með setu í stjórn stofnana og þátttöku í vinnu starfshópa. Skólinn veitir einnig ráðgjöf við vinnslu einstakra verkefna sem tengjast stefnumótun og fleiri verkefna á sviði ráðuneytisins.

Frétt á vef stjórnarráðsins

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image